Níutíu daga fangelsi eftir að hafa hrækt á lögreglumann

Níutíu daga fangelsi eftir að hafa hrækt á lögreglumann

Karlmaður búsettur á Akureyri hefur verið dæmdur í níutíu daga fangelsi eftir að hafa hrækt á og klipið lögreglumenn í júní 2021. Lögreglumennirnir höfðu afskipti af manninum eftir að hann hrasaði ölvaður á rafhlaupahjóli. Fjallað er um málið á Vísi.is.

Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir manninum má lesa að lögregla og sjúkralið hafi verið kallað til eftir að umræddur maður féll af rafhlaupahjóli og slasaðist. Maðurinn afþakkaði afstoð og vildi halda heim á leið. Lögreglu grunaði hins vegar að hann hafi verið að aka rafhlaupahjólinu undir áhrifum áfengis. Óskuðu þeir eftir öndunarsýni, sem maðurinn neitaði.

Lögreglan óskaði eftir öndunarsýni og þá varð maðurinn æstur og neitaði. Hann kallaði annan lögreglumanninn helvítis druslu og þegar hann var handjárnaður á hann að hafa bitið í upphandlegg hins lögreglumannsins.

Upptaka úr búkmyndavél annars lögreglumannsins reyndist lykilgagn í málinu en í dómi héraðsdóms segir að búkmyndavélin sýni manninn ærast og það sé greinilegt að það heyrist hrákahljóð á upptökunni.

Taldi dómurinn að þessi gögn ásamt trúverðugum framburði lögreglumannanna tveggja dugi til sína fram á að maðurinn hafi gert sekur um þá háttsemi sem hann var sakaður um.


UMMÆLI