Njáll Trausti spyr hvor sé formaður Samfylkingarinnar, Logi eða Dagur?

Njáll Trausti spyr hvor sé formaður Samfylkingarinnar, Logi eða Dagur?

„Hjá Loga Má Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar hefur margt breyst frá því í Alþingiskosningunum. Í dag er ekkert sem greinir hann frá Degi, borgarstjóra, í umræðunni um flugvöllinn úr Vatnsmýrinni og aðrir eru einungis að þvælast fyrir„

Svona hefst Facebook-færsla Njáls Trausta Friðbertssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins en hann er ekki ánægður með Loga Má Einarsson formann Samfylkingarinnar og afstöðu hans til Flugvallarmálsins svokallaða.

Við færlsuna hafa skapast heitar umræður og hefur Logi sjálfur meðal annars svarað fyrir sig.
„Þess vegna þurfa menn að koma sér að verki! Flugvöllurinn mun fara fyrr eða síðar og ef menn verða ekki búnir að finna ásættanlega lausn þá erum við í vondum málum. Og þá er ekki síst við þá að sakast sem hafa sagt ekkert koma til greina nema Vatnsmýrina. Þetta er í fullu samræmi við það sem ég hef alltaf sagt í bæjarstjórn og víðar,“ segir Logi

Hægt er að fylgjast með umræðunum á Facebook-síðu Njáls.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó