Vinna og vélar

Nóg um að vera um páskana!Ljósmynd: Akureyrarbær

Nóg um að vera um páskana!

Líkt og bæjarbúar þekkja vel er Akureyri sívinsæll áfangastaður landsmanna yfir páskana. Því er ætíð nóg um að vera hér í bæ yfir páskana og er árið í ár þar engin undantekning.

Hér fyrir neðan er samantekt af sumum af þeim helstu viðburðum sem eiga munu sér stað yfir páskahelgina þetta árið. Til viðbótar við þessa viðburði eru að sjálfsögðu sundlaugar, fjallið, söfn og fleira með opnunartíma yfir páskana sem er að finna á einum stað í Páskadagskrá Akureyrarbæjar.

Tónleikar

Troðfull dagskrá verður á Græna Hattinum yfir páskana. Hljómseitin Valdimar byrjar fjörið með tónleikum á miðvikudaginn, hljómsveitin Flott spilar á fimmtudaginn, Stebbi og Eyfi á föstudaginn og Jónas Sig og Hljómsveit klára svo helgina með tónleikum á bæði laugardag og sunnudag. Frekari upplýsingar hér.

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær treður upp á LYST í Lystigarðinum á laugardaginn. Frekari upplýsingar hér.

Fyrir þá sem vilja aðeins meiri hasar verður svokallaður „hitaklefi“ á Dátanum á Skírdag. Þar munu plötusnúðarnir Dj Sniceland & Dj Ayobe þeyta skífum. Frekari upplýsingar hér.

Stuðlabandið mun einnig halda heljarinnar Páskaball í Sjallanum á laugardaginn. Frekari upplýsingar hér.

Loks má nefna að Stjórnin og SinfoniaNord halda stórtónleika í Hofi á Skírdag. Frekari upplýsingar hér.

Listasýningar

Listasafnið á Akureyri er opið daglega frá 12:00 til 17:00 alla páskana og standa þar yfir fimm sýningar eins og er. Frekari upplýsingar hér.

Á fimmtudaginn verður opnun á listasýningunni „Pappírspokar og persónulegt hreinlæti“ eftir Aðalstein Þórssona kl. 18.00-21.00 í Mjólkurbúðinni. Sýningin verður svo opin alla daga frá 14:00 til 17:00 það sem eftir er páska. Frekari upplýsingar hér.

Gestasýningin „Pappamania“ eftir listamanninn Donat Prekorogja verður sett á stokk í Deiglunni á fimmtudaginn frá klukkan 17:00 til 20:00. Frekari upplýsingar hér.

Aðrir viðburðir

Á miðvikudag og Laugardag mun Bryndís Fjóla leiða göngutúra um Huldustíg í Lystigarðinum og segja frá þeim álfum og huldufólki sem þar búa. Frekari upplýsingar hér.

Síðustu sýningar leikritsins Litla skrímslið og Stóra skrímslið fara fram í Samkomuhúsinu á fimmtudag og laugardag. Frekari upplýsingar hér.

Skautadiskó verður í Skautahöllinni frá klukkan 19:00 til 21:00 á föstudaginn langa. Frekari upplýsingar hér.

Við minnum aftur á Páskadagskrá Akureyrarbæjar, sem hlekkur er á efst í fréttinni, fyrir ýmsar upplýsingar. Þessari grein verður haldið uppfærðri og er fólki bent á að hafa samband ef ákveðinn viðburð vantar.

UMMÆLI

Sambíó