beint flug til Færeyja

Nökkvi áfram í bikarnum og Hamrarnir í undanúrslit Lengjubikarsins

Knattspyrnuvertíðin er hafin

Segja má að knattspyrnuvertíðin hafi formlega hafist um helgina þegar flautað var til leiks í Borgunarbikar karla og á næstu dögum rúllar Íslandsmótið af stað. Pepsi-deild kvenna hefst næstkomandi fimmtudag og Pepsi-deild karla hefst um næstu helgi. Eitt Akureyrarlið tók þátt í fyrstu umferð Borgunarbikars karla þar sem Nökkvi mætti liði Geisla úr Aðaldal á KA-velli í gær.

Nökkvi tekur ekki þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu og hefur ekki gert síðan árið 2001 en liðið í gær var að mestu skipað mönnum úr félagsskap sem hittist reglulega og gengur vanalega undir nafninu El Clasico. Á meðal leikmanna er fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson.

Geisli Aðaldal tekur þátt í Íslandsmóti annað árið í röð og mun leika í 4.deildinni í sumar en skemmst er frá því að segja að þeir áttu ekki roð í lið Nökkva. Fór að lokum svo að Nökkvi vann 7-1 sigur og er liðið því komið í aðra umferð bikarsins þar sem það mætir 2.deildarliði Magna frá Grenivík.

Geisli A. 1-7 Nökkvi
0-1 Jón Heiðar Sigurðsson (’20)
0-2 Bjarni Freyr Guðmundsson (’25)
0-3 Þórður Sigmundur Sigmundsson, víti (’31)
0-4 Ingvar Már Gíslason (’35)
0-5 Þórður Halldórsson (’66)
0-6 Jón Viðar Þorvaldsson (’69)
0-7 Jón Viðar Þorvaldsson (’74)
1-7 Aðalbjörn Hannesson, sjálfsmark (’77)

Þessir herramenn skipa lið Nökkva


Hamrarnir í undanúrslit Lengjubikarsins

Í gær fór einnig fram lokaleikur riðils 3 í C-deild kvenna í Lengjubikarnum þar sem Hamrarnir tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit með glæsibrag þegar þær unnu 7-0 sigur á Einherja í Boganum.

Karen Nóadóttir þjálfar Hamrana

Hamrarnir 7-0 Einherji

1-0 Andrea Dögg Kjartansdóttir (´12)
2-0 Sigríður Jóna Pálsdóttir (´13)
3-0 Andrea Dögg Kjartansdóttir (´28)
4-0 Andrea Dögg Kjartansdóttir (´32)
5-0 Rakel Óla Sigmundsdóttir (´65)
6-0 Arna Kristinsdóttir (´75)
7-0 Margrét Selma Steingrímsdóttir (´90)

Hamrarnir leika í 1.deild kvenna í sumar en í fyrsta skipti í langan tíma er keppt í þrem deildum í kvennaflokki. Hamrarnir hefja leik í deildinni þann 13.maí næstkomandi þegar þær fá Víking frá Ólafsvík í heimsókn.

UMMÆLI

Sambíó