Nökkvi skrifar undir þriggja ára samning í Belgíu

Nökkvi skrifar undir þriggja ára samning í Belgíu

Knattspyrnuliðið Beerschot í Belgíu hefur staðfest komu íslenska framherjans Nökkva Þeys Þórissonar frá KA. Nökkvi, sem er 23 ára, hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Nökkvi yfirgefur því KA áður en tímabilið klárast hér heima en hann hefur verið magnaður fyrir liðið í sumar og er í augnablikinu markahæsti leikmaður liðsins og Bestu deildarinnar.

Nökkvi hefur skorað 17 mörk fyrir KA í Bestu deildinni í sumar og einnig fimm mörk í Mjólkurbikarnum. Hann hefur verið hjá KA síðan árið 2019 þegar hann gekk til liðs við KA frá Dalvík. Hann skoraði 30 mörk í 71 leik fyrir KA á ferlinum.

Beerschot er í næst efstu deild í Belgíu og stefnir á það að komast upp í efstu deild.

„Nökkvi er alvöru framherji. Hann er hár og getur valdið vandræðum fyrir vörn andstæðinganna. Hann er í góðu formi í augnablikinu og við reiknum með að geta byrjað að nota hann um leið,“ segir Gyorgy Csepregi, tæknilegur ráðgjafi Beerschot á heimasíðu félagsins.

„Ég vill koma mér beint inn í liðið. Ég þekkti eitthvað til liðsins og ég fékk upplýsingar frá leikmönnum sem spila hér. Þeir sögðu mér að stuðningsmennirnir hér væru ótrúlegir. Auk þess eru hefðin og metnaðurinn hjá félaginu ástææður fyrir því að ég stökk á þetta tækifæri eins og skot,“ segir Nökkvi á vef Beerschot.

Sambíó

UMMÆLI