NTC netdagar

„Nördalegasta bæjarhátíð landsins“ á Blönduósi 7. – 9. júní

„Nördalegasta bæjarhátíð landsins“ á Blönduósi 7. – 9. júní

Bæjarhátíðin Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi helgina 7. – 9. júní næstkomandi í áttunda sinn. Í tilkynningu frá hátíðinni er hún kölluð skemmtilegasta og nördalegasta bæjarhátíð landsins

„Það er mikil stemning fyrir hátíðinni bæði innan bæjar og utan og það er alveg klárt að það lifnar rækilega yfir mann- og bæjarlífinu á Blönduósi þessa helgi,“ segir Svanhildur Pálsdóttir, markaðsstjóri hátíðarinnar.

Þeir sem hafa unað af og áhuga á að prjóna ættu ekki að hugsa sig tvisvar um að mæta á hátíðina, en á dagskrá verður prjónamessa, prjónabingó, prjónakaffi, prjónasund og ýmislegt fleira.

Dagskrá hátíðarinnar og frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu textílmiðstöðvar Íslands og hægt er að fylgjast með gangi mála á Facebook síðu hátíðarinnar.

Sambíó

UMMÆLI