NTC

Norðanátt í samstarf við Háskólann á AkureyriSesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir og Eyjólfur Guðmundsson. Mynd: unak.is

Norðanátt í samstarf við Háskólann á Akureyri

Á viðburðinum Norðansprottinn sem var haldinn í maí í Háskólanum á Akureyri skrifaði Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, undir samning við Norðanátt um samstarf um uppbyggingu samfélags frumkvöðla á Norðurlandi. þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri

„Nýsköpun krefst samstarfs og er klasasamstarf er þekkt leið til að auka árangur og flýta ferli nýsköpunar,“ sagði Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir sem fer fyrir verkefninu. Stofnendur Norðanáttar eru Samtök sveitafélaganna á Norðurlandi eystra, Samtök sveitafélaganna á Norðurlandi vestra, Rata og EIMUR.

„Við erum mjög spennt fyrir því að taka þátt í þessu framsækna verkefni og teljum að það leynist góður hópur frumkvöðla og hugmynda hér innan Háskólans á Akureyri sem vert er að setja í þennan farveg. Með öflugra samstarfi getum við látið hjólin snúast hraðar með mikilvægum ávinningi fyrir háskólann okkar og svæðið allt,“ sagði Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri um undirritun samningsins. 

Á vef Háskólans segir að samstarfið muni snúast um ráðgjöf, verkefnastjórnun og hvatningu til stúdenta og starfsfólks Háskólans á Akureyri. Samstarfið hefur það að leiðarljósi að draga fram nýsköpunar- og frumkvöðlakraftinn sem býr innan veggja Háskólans á Akureyri.

„Markmið með samvinnu Norðanáttar og háskólans er að aðstoða við að móta stefnu nýsköpunar fyrir HA og heildarstefnu háskólans frá árinu 2024. Skipaður verður rýnihópur með aðilum úr hverri deild sem munu sitja mánaðarlega fundi með Norðanátt og sérfræðingum í nýsköpun til að kortleggja núverandi stöðu, skapa framtíðarsýn og innleiðingu nýsköpunar í starfsemi háskólans,“ segir á vef skólans.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó