Norðlenskar konur í tónlist halda sína fyrstu jólatónleika

Norðlenskar konur í tónlist halda sína fyrstu jólatónleika

Norðlenskar konur í tónlist halda sína fyrstu jólatónleika í Menningarhúsinu Hofi 2. desember næstkomandi. Helena Eyjólfsdóttir verður heiðursgestur á tónleikunum. Dagskráin verður hátíðleg og hugljúf með blöndu af þekktum, minna þekktum og glænýjum jólalögum. Tónleikarnir eru styrktir af Tónlistarsjóði Hofs og Samkomuhússins.

Tónleikarnir heita Ljósin ljómandi skær.  Tónlistarkonurnar leiða okkur .inn í aðventuna með hlýju og ró. Frumflutt verður jólalag og texti eftir Láru Sóleyju Jóhannsdóttur og Hjalta Jónsson, auk þess em Hildur Eir Bolladóttir samdi
íslenskan texta við eitt laganna sem flutt verður.

Fram koma Ave Sillaots, Ásdís Arnardóttir, Ella Vala Ármannsdóttir, Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Helga Kvam, Kammerkórinn Ísold undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur, Kristjana Arngrímsdóttir, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Þórhildur Örvarsdóttir.

„Okkur hefur lengi langað til þess að fá Helenu til þess að syngja með okkur á tónleikum og það er alveg dásamlegt að þessi fyrirmynd okkar allra verði með okkur á jólatónleikunum,” segir Helga Kvam, píanóleikari og tónlistarstjóri tónleikanna um heiðursgestinn.

Tónleikarnir eru styrktir af nýlegum sjóði er nefnist Tónlistarsjóður Hofs og Samkomuhússins og er sjóðnum ætlað að ýta undir fjölbreytileika viðburða í húsunum og styðja við starfsemi utan stofnanna.

„Það er afar mikilvægt að sjóður sem þessi sé til. Hann veitir listafólki svigrúm til þess að koma verkefnum á laggirnar og ýtir undir samstarf og samheldni milli ólíkra aðila. Ég held að sjóður sem þessi hvetji listamenn til þess að, setja fram hugmyndir sínar og þá er mun líklegra að þær komist til framkvæmdar,” segir Lára Sóley
Jóhannsdóttir, fiðluleikari og söngkona.

Norðlenskar konur í tónlist er hópur kvenna sem vinnur að því að efla samstöðu meðal tónlistarkvenna á Norðurlandi og hvetja þær til frumsköpunar og samstarfs. Ljómandi ljósin skær eru fyrstu jólatónleikar kvennanna, en þær hafa starfað saman í ýmsum myndum frá árinu 2015, haldið fjölda tónleika um land allt og hlotið mikið lof
fyrir.

Miðasala er á mak.is. Miðverð er kr. 5.900, en veittur eru 50% afsláttur fyrir börn 16 ára og yngri.

Sambíó

UMMÆLI