Norðlenski milljónamæringurinn er ófundinn

Hagkaup Akureyri

Hagkaup Akureyri

Eins og við greindum frá fyrir skemmstu var vinningsmiðinn í Lottóinu síðasta laugardag keyptur á Akureyri en sá heppni vann tæpar sextíu og fimm milljónir.

Miðinn var keyptur fyrir hádegi, miðvikudaginn 28. desember, í Hagkaup Akureyri en um er ræða 10 raða sjálfvalsmiða sem kostaði 1300 krónur. Rúv.is greindi hins vegar frá því í morgun að eigandi miðans hafi ekki enn gefið sig fram.

Þeir sem keyptu Lottómiða í Hagkaup og á þessum tíma eru hvattir til að gefa sig fram.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó