Færeyjar 2024

Norðlenskir listamenn halda djasstónleika í Hofi

Norðlenskir listamenn halda djasstónleika í Hofi

Djasstríó Ludvigs Kára ásamt gestum frumflytur tónlist eftir Ludvig á djasstónleikum í Naustinu í Hofi í hádeginu á morgun, föstudaginn 31. mars. Tónleikarnir eru á vegum Tónlistarfélags Akureyrar.Þeir sem koma fram ásamt Ludvig eru Stefán Ingólfsson á bassa, Rodrigo Lopez á trommur, Ella Vala Ármannsdóttir á trompet, Petrea Óskarsdóttir á flautu, Gert-Ott Kuldpärg á saxófón og Þorkell Ásgeir Jóhannsson á básúnu.

Langt er síðan haldnir hafa verið hér djasstónleikar með tónlist saminni á Akureyri. Því mætti flokka þetta sem stórviðburð í akureyrsku tónlistarlífi. Tónlist Ludvigs Kára flokkast sem aðgengilegur melódískur fönkdjass. Miðasala er á mak.is.

Mynd: Stefán Ingólfsson spilar á bassa

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó