Ný brú við Drottningarbraut vígð á næsta ári

Stefnt er á að ný brú við gangstíginn meðfram Drottningarbraut á Akureyri verði vígð 17. júní á næsta ári. Tilboð í fyrsta verkhluta brúarinnar hafa verið opnuð. Lægsta tilboðið barst frá Árna Helgasyni, 18,8 milljónir króna. Um er að ræða jarðvinnu og staurarekstur sem er áætlað að ljúki í janúar.

Smíðin verður boðin út síðar í þessum mánuði og er reiknað með að smíðinni verði lokið í lok maí. Bærinn mun að lokum sjá um frágang og bundið er vonir við að þetta klárist í tæka tíð svo brúin verði formlega vígð 17. júní.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó