Ný dagsetning fyrir árshátíð VMA

Árshátíð VMA sem átti að vera í íþróttahúsi Síðuskóla í kvöld var fyrr í dag frestað vegna veðurs.

Fyrirséð var að nokkrir af þeim landsþekktu einstaklingum sem búið var að bóka á skemmtunina kæmust því ekki norður þar sem öllu flugi hjá Flugfélagi Íslands var frestað. Vegagerðin hefur einnig lokað þjóðvegum á meðan veðrið gengur yfir í dag.

Nú hefur verið tilkynnt um nýja dagsetningu fyrir árshátíðina. Hún verður haldin í sal Síðuskóla þriðjudaginn næstkomandi 28. febrúar.

Erpur Eyvindarson, Eyþór Ingi, KÁ-AKÁ, GKR, Emmsjé Gauti, Bent og Páll Óskar skemmta á hátíðinni. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. sjáu um veislustjórn.

 

 

VG

UMMÆLI

Sambíó