Ný heilsugæslustöð verður í Sunnuhlíð

Ný heilsugæslustöð verður í Sunnuhlíð

Ný heilsugæslustöð í norðurhluta Akureyrar verður staðsett í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Þetta kemur fram á vef Vikublaðsins.

Átta tilboð bárust í húsnæði fyrir HSN og mátu Ríkiseignir tilboð frá Sunnuhlíð það hagstæðasta. Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Norðurlands, segir í samtali við Vikublaðið að öll önnur hæð Sunnuhlíðar verði nýtt undir heilsugæslu auk þess sem að byggt verði til norðurs við það húsnæði sem fyrir er. Húsnæðið verði um það bil 1700 fermetrar.

Samningar hafa ekki enn verið undirritaðir en þegar það verði búið muni framkvæmdir við endurbætur á húsnæðinu hefjast. Gert er ráð fyrir að HSN fái húsnæðið til umráða næsta sumar eða í haust.

UMMÆLI