Ný heimssýn á nýjum tímum – Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni

Ný heimssýn á nýjum tímum – Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni

Landsbyggðardeildir Félags kvenna í atvinnulífinu FKA boðar til raf-ráðstefnu þar sem varpað er ljósi á tækifæri landsbyggðarinnar á tímum Covid-19 og tæknivæðingar. Ráðstefna FKA verður send út gegnum fjarfundabúnað frá Háskólanum á Bifröst og opin almenningi á Zoom. Hlekkinn á ráðstefnuna má finna á heimasíðu Félags kvenna í atvinnulífinu fka.is

„Í raun má segja að þessi heimsfaraldur hafi minnkað heiminn þar sem við sitjum öll fyrir framan sama skjáinn,“ segir Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, eigandi Matlifun og stjórnarkona Félags kvenna í atvinnulífinu FKA á Norðurlandi.

„Ráðstefnan er opin öllum, hópur fyrirlesara er fjölbreyttur og ættu allir að geta fundið eitthvað áhugavert. Í gegnum ráðstefnuna gefst þátttakendum tækifæri á að kasta spurningum á fyrirlesara og taka þátt í umræðum,“ segir Jóhanna.

„Tæknin hefur aukið samtalið í FKA á tímum heimsfaraldurs og við verðum að nýta tækifærin sem hafa skapast um landið allt, í okkar nærsamfélagi og í samtali við fjarlægar slóðir.“

UMMÆLI