Ný íslensk jólaörópera/söngleikur í öllum grunnskólum á Norðurlandi

Ný íslensk jólaörópera/söngleikur í öllum grunnskólum á Norðurlandi

Sviðslistahópurinn Hnoðri í norðri mun sýna nýjan gleðilegan jólasöngleik/óperu fyrir ÖLL 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga til Vopnafjarðar.

Í sýningunni skarast skáldskapur, ópera, söngleikur og gamanleikhús á stórskemmtilegan hátt.

Verkið er stutt og laggott, eða um 30 mín að lengd, og efniviður sóttur í hinn undarlega íslenska jólasöguarf.

Höfundur og tónskáld er Þórunn Guðmundsdóttir (www.thorunn.net), en aðalsmerki hennar eru frábærlega fyndnir og hnittnir textar með orðaleikjum auk þess sem tónlist hennar er mjög aðgengileg og yndisleg áheyrnar.

Leikstjórn annast Jenný Lára Arnórsdóttir og búninga Rósa Ásgeirsdóttir. Flytjendur eru Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari og söngkonurnar Björk Níelsdóttir sópran og Erla Dóra Vogler mezzósópran.

Verkefnið er styrkt af Tónskáldasjóði, Tónlistarsjóði, SSNE, Menningarsjóði Akureyrar og Samfélagssjóði Norðurorku. Verkefnið er unnið í samstarfi við List fyrir alla: https://listfyriralla.is/event/aevintyri-a-adventunni/

Hnoðri í norðri:

www.facebook.com/hnodrinordri/

UMMÆLI