Múlaberg

Ný stúka á Grenivíkurvelli mun bjóða upp á sæti fyrir alla íbúa sveitarfélagsins

Hafnar eru framkvæmdir við byggingu nýrrar stúku á Grenivíkurvelli þar sem fótboltaliðið Magni spilar leiki sína. Magnamenn taka nú þátt í Inkass-deildinni, 1. deild karla í knattspyrnu í fyrsta skipti.

Framundan eru miklar framkvæmdir en vinna er þegar hafin við að reisa stúkuna. Stúkan mun taka alla íbúa sveitarfélagsins í sæti en ekkert annað byggðarlag á landinu mun geta státað af því.

Hér að neðan eru myndir frá framkvæmdunum teknar af www.magnigrenivik.is

UMMÆLI

Sambíó