Ný umhverfis- og loftslagsstefna samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi kjörtímabilsins

Ný umhverfis- og loftslagsstefna samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi kjörtímabilsins

Á þriðjudaginn fór fram síðasti bæjarstjórnarfundur núverandi kjörtímabils. Á fundinum var ný umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar fyrir árin 2022-2030 samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Andri Teitsson kynnti stefnuna á fundinum. Auk hans tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir.

Meginmarkmið loftslagsstefnunnar er að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda með breyttum ferðavenjum og aukinni nýtingu á innlendri orku, sem og minni sóun og aukinni endurvinnslu. Jafnframt skal vernda líffræðilegan
fjölbreytileika og náttúruperlur bæjarfélagsins, sem skilar sér í auknum lífsgæðum bæjarbúa.

Stefnt er á kolefnishlutleysi og full orkuskipti bæjarins árið 2040. Umhverfis- og loftslagsstefnuna í heild má nálgast með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI