Ný verslun opnar í Sunnuhlíð

Ný verslun opnar í Sunnuhlíð

Verslunarmiðstöðin Sunnuhlíð er vel þekkt meðal bæjarbúa á Akureyri og nágrenni, en síðustu ár hefur þjónusta og umferð þar því miður farið minnkandi. 
Með tilkomu nýrra verslana uppá síðkastið hefur umferðin í Sunnuhlíð aukist mikið og er eitt af markmiðum eiganda Zenon ehf. einmitt að auka umferðina þar og gera sitt í að vekja þessa frábæru verslunarmiðstöð enn meira til lífsins.

Kerti & Spil er gjafavöruverslun sem mun opna í Sunnuhlíð laugardagin 4. maí næstkomandi. Verslunin er rekin af Zenon ehf. en eigendur Zenon eru þeir Hjalti Ásgeirsson og Ragnar Kári Ísleifsson.

Verslunin verður með fjölbreytt vöruúrval og er mikið lagt í að bjóða uppá sanngjörn og góð verð á þeim vörum sem í boði eru.

Líkt og nafnið á versluninni gefur til kynna þá verður boðið uppá vaxandi úrval af kertum og spilum, en einnig má finna vörur eins og púsl, baðvörur, tækifærisgjafir, húmorsgjafir, heimilisvörur og margt fleira.

Verslunin mun opna á fjölskyldudegi Sunnuhlíðar laugardaginn 4. maí milli klukkan 11:00 og 16:00. Í boði verður súkkulaði smakk frá Omnom, léttar veitingar og einfaldur leikur þar sem hægt verður að vinna 15.000 kr. gjafabréf í versluninni.

Frekari upplýsingar um verslunina ásamt viðburðum í kringum opnunina má finna á facebook síðu verslunarinnar facebook.com/kertiogspil

Þessi færsla er auglýsing. Til þess að fá upplýsingar um auglýsingar á Kaffinu getur þú smellt hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó