Prenthaus

Nýbúar á Akureyri halda listasýningu

Nýbúar á Akureyri halda listasýningu

Fjöldi erlendra listamanna frá hinum ýmsu heimshornum sem búsettir eru á Akureyri koma fram og sýna listir sínar á listasýningu sem haldin verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, laugardaginn 29. apríl. Söngur, hljóðfæraleikur og dans frá ýmsum menningarheimum munu prýða þessa sýningu.

Fram koma:

* Daniele Basini, Gítarleikari frá Ítalíu
* Gert-Ott Kuldpärg, Saxafónleikari frá Eistlandi
* Juffe, Söngvari og gítarleikari frá Finnlandi
* Dansfélagið Vefarinn
* Adriana og Dimitrios, söng og gítarleikarar frá Grikklandi og Kúbu
* Paula Ahola, Píanóleikari frá Finnlandi

Kirkjulistavika 2017 er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra, Norðurorku og Menningarsjóði Akureyrar

UMMÆLI