Nýi ILS búnaðurinn kom sér vel

Nýi ILS búnaðurinn kom sér vel

Hollenska flugfélagið Transavia lenti á Akureyrarflugvelli í gær með annan hóp vetrarins á vegum Voigt Travel.

Skyggni við lendingu var slæmt og segir í tilkynningu á Facebook síðu Akureyrarflugvallar að nýi ILS búnaðurinn hafi komið sér mjög vel í aðstæðunum.

ILS aðflugsbúnaðurinn var nýlega tekinn í notkun á Akureyrarflugvelli og er Transavia fyrsta flugfélagið sem nýtir þennan búnað til aðflugs í reglubundnu millilandaflugi. Ljóst er að slíkur búnaður skiptir miklu máli fyrir flugfélagið, eins og öll önnur flugfélög og auðveldar aðflugið til muna frá því sem áður var.

Transavia kom í gær með hóp númer tvö frá Voigt Travel. Skygnið var slæmt og kom því nýji ILS búnaðurinn inn á braut 19 sér mjög vel í þeim aðstæðum.

تم النشر بواسطة ‏‎Akureyri International Airport‎‏ في الثلاثاء، ١٨ فبراير ٢٠٢٠
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó