NTC netdagar

Nýju íbúðirnar við Drottningarbraut komnar í sölu

Svona kemur Austurbrú til með að líta út.

Á Drottningarbrautarreitnum svo kallaða, er verið að reisa þrjú stór íbúðarhús sem hafa eflaust ekki farið framhjá neinum Akureyringum. Svæðið er mjög umdeilt og hafa margir sett sig á móti þessu skipulagi og mótmælt harðlega meðan aðrir taka því fagnandi.

Eflaust einhverjir hafa beðið spenntir eftir því að vita hvað íbúðirnar koma til með að kosta, enda er útsýnið úr húsunum yfir í Vaðlaheiði og yfir Pollinn, nokkuð eftirsótt.
Fyrsta húsið af þremur er langt komið á leið og því eru fyrstu íbúðirnar á jarðhæðinni komnar á fasteignasölu, n.t.t. Austurbrú 2-4. Íbúð 0101 er fyrsta íbúðin til að koma á sölu og er 121 fermetri að stærð, sem samanstendur af tveimur svefnherbergjum, einu baðherbergi, einni stofu og eldhúsi. Hún er til sölu á rétt tæpar 60 milljónir, eða 59.200.000. Líklega er þetta með ódýrari íbúðunum þar sem að hún er aðeins þriggja herbergja og á jarðhæð, en í boði verða allt að fimm herbergja íbúðir.

Fasteignasalan Byggð sér um sölu húsanna en í auglýsingunni segir:

Við Austurbrú 2-12 í miðbæ Akureyrar verða byggð þrjú 16 íbúða hús.  Eignirnar verða vandaðar að gerð og öllum íbúðum fylgir stæði í bílkjallara.  Húsin verða tvær hæðir auk rishæðar.  Í hverju húsi verða sex tveggja herbergja íbúðir, sjö þriggja herbergja íbúðir, tvær fjögurra herbergja íbúðir og ein fimm herbergja íbúð.  Í kjallara undir íbúðarhúsi er inntaksrými, hjóla og vagnageymslur. Einkageymslur fyrir hverja íbúð eru einnig í kjallara, þ.m.t. tvær geymslur sem geti þjónað sem bílgeymslur.

Nánari upplýsingar um íbúðirnar má finna inni á heimasíðu fasteignasölunnar Byggð og fasteignasíðu mbl.is. 

Sjá einnig:

Baráttan við bakkann – Skipulagsslys Akureyrarbæjar

Íbúar í Hafnarstræti ósáttir við framkvæmdir – Útsýnið horfið

Húsin rísa hratt við Drottningarbraut í miðbæ Akureyrar

 

Sambíó

UMMÆLI