Nýjum flokkunartunnum komið fyrir í miðbænum.

Nýjum flokkunartunnum komið fyrir í miðbænum.

Akureyrarbær er í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að flokkun úrgangs og til að efla enn frekar starf bæjarins á þessu sviði var í dag fjórum nýjum flokkunartunnum komið fyrir í miðri göngugötunni í miðbænum. Tunnurnar eru settar saman í eina stöð þar sem vegfarendur geta losað sig við og flokkað um leið gler, plast, pappír og almennt rusl.

Slíkar flokkunartunnur er víða að finna í stórborgum erlendis og ætlunin er að fjölga þeim á Akureyri innan tíðar ef reynslan af notkun þeirra verður góð sem við er að búast. Fyrst um sinn verður þá einblínt á að koma þeim fyrir á miðbæjarsvæðinu þar sem oft er margt um manninn.

Sambíó

UMMÆLI