Vinna og vélar

Nýliðaslagur í Grindavík

KA menn heimsækja Grindvíkinga í Pepsi deild karla klukkan 17:00 í dag. Bæði lið komu upp úr Inkasso deildinni fyrir sumarið.

Grindvíkingar eru í 2. sæti Pepsi deildarinnar með 18 stig tveimur stigum á eftir Val á toppnum. KA menn hafa dregist úr toppbaráttunni eftir 2 töp í síðustu 2 leikjum gegn Val og KR. Liðið vann síðast leik gegn Víking Ólafsvík 5. júní. KA menn sitja í 6. sæti deildarinnar með 12 stig.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Grindvíkingar geta komist á toppinn með sigri en KA menn mega alls ekki við því að tapa fleiri stigum ætli þeir sér að halda sér frá fallsæti.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 16:45.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó