Nýr framkvæmdastjóri Íslandssjóðs

3492765d17fd307bcf40ef5a917dbb35Kjartan Smári Höskuldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka.

Kjartan útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri árið 1999. Þar var hann allt í öllu í félagslífinu og var leikari í leikfélagi skólans, LMA. Kjartan er bróðir Völu sem er annar helmingurinn í hljómsveitinni Evu.

Kjartan Smári hefur undanfarin níu ár starfað sem forstöðumaður hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, en þar hefur hann leitt fagfjárfestasvið, lífeyrissvið og fjármögnun sérhæfðra fjárfestinga.

Kjartan Smári hefur auk þess að ljúka prófi í verðbréfaviðskiptum MA gráðu frá UAB háskólanum í Barcelona og BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó