Nýr kirkjugarður verður í Naustaborgum

Samkvæmt nýju aðalskipulagi Akureyrarbæjar, sem er í vinnslu, er gert ráð fyrir að nýr kirkjugarður bæjarins muni rísa í Naustaborgum. Reiknað er með að svæði kirkjugarðsins á Naustahöfða verði orðið fullnýtt eftir u.þ.b. 20 ár.

Í Naustaborgum er reiknað með fjórum aðskildum greftrunarreitum og í skipulaginu kemur fram að þar gæti einnig verið rými fyrir hin ýmsu trúfélög. Hugmyndin er að tengja kirkjugarðinn við aðliggjandi útivistarsvæði. Gert er ráð fyrir að það taki um 10 ár að gera nýjan kirkjugarð.

Kynningarfundur vegna skipulagsins verður í Hofi þriðjudaginn næstkomandi, 28.mars kl.17.

Kirkjugarðurinn á Naustahöfða

 

UMMÆLI

Sambíó