Nýr morgunverðarstaður opnar á Akureyri

Nýr morgunverðarstaður opnar á Akureyri

OAT Breakfast Bar er nýr veitingastaður á Akureyri sem stefnt er á að opna í kringum næstu mánaðarmót. Staðurinn verður inni á Salatsjoppunni við Tryggvabraut og er rekinn af sömu eigendum.

Á staðnum verður boðið upp á Acaí skálar, í fyrsta skipti á Akureyri, heitan hafragraut, overnight graut, gríska jógúrt, kaffi og sitthvað fleira. Svo verður hægt að velja hluti eins og karamellu, hunang, hnetur, fræ og ávexti í skálarnar.

Viðskiptavinir geta bæði setið inni á staðnum eða gripið mat með sér. Opnunartími OAT Breaktfast bar verður frá 7 til 14 á virkum dögum og 9 til 14 um helgar.

„Við erum mjög spennt fyrir þessari nýjung og hlökkum til að taka á móti fólki á ferðinni eldsnemma á morgnana,“segir Karen Sigurbjörnsdóttir, rekstrarstjóri staðarins.

Sambíó

UMMÆLI