Nýr pítsastaður opnar við Tryggvabraut í janúar

Nýr pítsastaður opnar við Tryggvabraut í janúar

Pítsastaðurinn Slæsan mun opna við Tryggvabraut 22 á Akureyri þann 5. janúar næstkomandi. Slæsan er nýjasta vörumerki Akureyri Festival sem rekur á Akureyri staði á borð við Lemon, Kvikkí, Skyr600 og Beyglan.

Slæsan mun opna í húsnæði Akureyri Festival við Tryggvabraut 22 samhliða Lemon og Kvikkí. Akureyri Festival hætti með rekstur á Hamborgarafabrikkunni og Blackbox á Akureyri í lok ársins 2023.

UMMÆLI