NTC netdagar

Nýr samningur Akureyrarbæjar og TónræktarinnarMagni Ásgeirsson, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Ármann Einarsson að lokinni undirritun samningsins. Magni og Ármann eru eigendur og skólastjórar Tónræktarinnar. Mynd: Akureyri.is

Nýr samningur Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar

Í gær var undirritaður nýr samingur Akureyrarbæjar og Tónræktarinnar um styrk vegna tónlistarfræðslu ungs fólks. Þetta kom fram í tilkynningu á vef bæjarins.

Tónlistarnám í Tónræktinni stunda 170 nemendur og þar starfa 11 kennarar. Öll kennsla fer fram í einkatímum og er leiðarljós skólans að kennt sé út frá einstaklingsnámskrá og hverjum og einum nemanda mætt þar sem hann er staddur í aldri og þroska.

Nemendur fá tilsögn og kennslu í þeirri tónlist sem þeir vilja leggja stund á hverju sinni og hefur aðsókn að skólanum verið mjög vaxandi á síðustu árum.

„Markmið samningsins við Tónræktina er að veita ungu fólki möguleika á að afla sér tónlistarfræðslu og bjóða upp á annan valkost en Tónlistarskóla bæjarins. Í því skyni leggjur Akureyrarbær 5 milljónir króna árlega í rekstur og starfsemi Tónræktarinnar árin 2023-2025,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó