Nýr þjónustukjarni Klettaborg

Nýr þjónustukjarni Klettaborg

Akureyringar hafa eflaust flestir tekið eftir framkvæmdum á horni Klettaborgar og Dalsbrautar en þar er verið að byggja sex íbúða þjónustukjarna fyrir einstaklinga sem þurfa, vegna fötlunar sinnar, aðstoð við daglegar athafnir. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Vonast er til þess að þjónustukjarninn verði tekinn í notkun í júní á næsta ári. Á vef Akureyrarbæjar segir að með tilkomu þjónustukjarnans gjörbreytist aðstaða íbúa og starfsfólks til hins betra.

Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akueyrarbæjar segir að húsið verði tæpir 600 fermetrar. Verkið sé um það bil hálfnað.

„Það er þörf fyrir bætta aðstöðu hjá mörgum af skjólstæðum bæjarins. Hér verður mjög gott aðgengi og góð þjónusta,“ segir Andri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó