Prenthaus

Nýr veitingastaður á Akureyri – Centrum opnar í göngugötunniLogo staðarins var hannað af Geimstofunni. Mynd: Geimstofan.

Nýr veitingastaður á Akureyri – Centrum opnar í göngugötunni

Nýr veitingastaður opnaði í miðbæ Akureyrar í síðustu viku í Hafnarstræti 102, sem áður var Símstöðin. Eins og Kaffið greindi frá lokaði Símstöðin í apríl, en eigandi Símstöðvarinnar opnaði nýtt veitingahús, Verksmiðjuna, á Glerártorgi í júní.

Mynd: Bruggsmiðjan Kaldi.

Nýi staðurinn heitir Centrum Akureyri og dregur nafn sitt af gistiheimilinu Centrum Guesthouse sem er fyrir ofan staðinn. Veitingastaðurinn hefur verið vel sóttur frá opnun og mikið um að vera sérstaklega á útisvæði staðarins í veðurblíðunni.

Framkvæmdir hafa staðið yfir í nokkra mánuði, allt frá lokun Símstöðvarinnar, og miklar breytingar verið gerðar á staðnum. Matseðill staðarins er nokkuð lítill í samanburði við marga aðra staði en þar má m.a finna barsnakk, nautasteikur, lamb, hamborgara, fisk og grænmetisrétti. Einnig er vert að nefna að Centrum er eini veitingastaðurinn á Akureyri sem býður upp á Kalda bjór á krana.

Mynd: Geimstofan.
Sambíó

UMMÆLI