Nyrsta kirkja Íslands fagnar 150 ára afmæli

Sóknarnefnd Miðgarðarkirkju: Þorgerður Guðrún Einarsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Alfreð Garðarsson ásamt Magnúsi G. Gunnarssyni sóknarpresti.

150 ára afmæli Miðgarðakirkju í Grímsey var fagnað um helgina. Kirkjan var byggð árið 1867 úr rekaviði. Hátíðarstund var í kirkjunni sem Séra Magnús Gunnarsson, sóknarprestur Dalvíkurprestkalls sá um. Í kjölfarið var bauð sóknarnefnd til velgjörða í félagsheimilinu Múla þar sem Séra Magnús og Ívar Helgason tónlistarmaður spiluðu á harmonikku, sungu og sögðu sögur.

Miðgarðar eru nyrsti kirkjustaður á Íslandi. Jón biskup Ögmundsson vígði kirkju í eyjunni snemma á elleftu öld. Var hún helguð Ólafi, þjóðardýrlingi Norðmanna, og skyldu þjóna við kirkjuna tveir prestar og syngja messu á hverjum degi en tvær messur á dag á sérstökum helgidögum. Síðan hefur dregið úr helgihaldi en þekkt eru nöfn fleiri en 50 presta sem þar hafa þjónað.

Eyjunni er nú þjónað af presti Dalvíkurprestakalls. Núverandi kirkja er byggð 1867 en stækkuð og endurbætt árið 1932. Árið 1932 var kirkjan færð um lengd sína frá Miðgarðabænum vegna eldhættu. Gagnger endurbót fór fram 1956 og hún var endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði þjóðminjalaga.

UMMÆLI