NTC netdagar

Nýsköpun í kvikmyndatónlist í stað tónleika á tímum faraldurs

Nýsköpun í kvikmyndatónlist í stað tónleika á tímum faraldurs

Kvikmyndaverkefnið SinfoniaNord hefur bjargað verkefnastöðu Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem, ástandsins vegna, hefur þurft að fresta fjölmörgum tónleikum. Verkefnið hófst árið 2015 og snýst um að þjónusta alþjóðlegan afþreyingariðnað. SinfoniaNord hefur vaxið og dafnað ár frá ári en frá því í mars hefur verkefnið þjónustað að minnsta kosti tvö kvikmyndatónlistarverkefni í mánuði.

Sinfóníuhljómsveitin hefur breytt frestuðum tónleikadagsetningum í haust í upptökudagsetningar og ræðst þannig í að skapa ný menningarverðmæti. Þar á meðal er eitt stærsta kvikmyndatónlistarverkefnið til þessa þegar ný tónlist eftir tónskáldið Þórð Magnússon við stórvirkið Saga Borgaraættarinnar verður hljóðrituð. Kvikmyndin var tekið upp árið 1919 og var eitt stærsta kvikmyndaverkefni Evrópu á tímum þöglu myndanna.

Nú hefur Kvikmyndasafn Íslands, í samvinnu við Gunnarsstofnun, gert við þessa gömlu mynd þannig að hægt er að sýna hana í kvikmyndahúsum í fullum gæðum með nýrri kvikmyndatónlist sem leikin er af Kvikmyndahljómsveit Íslands; Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmdarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, segir ljóst að SinfoniaNord verkefnið snúist ekki aðeins um nýsköpun heldur einnig varðveislu menningarverðmæta.

„Og það sem er magnað er að þessi mynd, Saga Borgaraættarinnar, hafi verið gerð hér í kjölfarið á spænsku veikinni og síðan sýnd hér 100 árum seinna með nýrri tónlist í kjölfarið á nýjum faraldri.“

Myndin verður aðgengileg almenningi í stafrænu formi á efnum og á DVD.

UMMÆLI

Sambíó