Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Nýtt aðstöðuhús Siglingaklúbbsins Nökkva afhent í dag

Nýtt aðstöðuhús Siglingaklúbbsins Nökkva afhent í dag

Tryggvi Jóhann Heimisson, formaður Siglingaklúbbsins Nökkva, tók við lyklunum að nýju aðstöðuhúsi félagsins á hádegi í dag. Sigurgeir Svavarsson, verktaki, afhenti honum lyklana.

„Þetta er stór dagur fyrir Nökkva enda búið að bíða lengi eftir góðri aðstöðu fyrir siglinga- kjak- og róðrafólk og öðru sjóportáhugafólki. Stjórn Nökkva vill þakka verktökum, hönnuðum, starfsfólki Akureyrarbæjar og bæjarfulltrúum sem hafa gert þetta að veruleika. Hér er hugsað stórt og vandað til verks og óhætt að segja að allir sem að þessu koma geti verið stoltir af framkvæmdinni,“ segir í tilkynningu frá Nökkva.

Húsið eru rúmir 400 fermetrar að gólffleti. Stærstur hluti þess er bátaskýli með góðri aðstöðu til viðhalds og endurbóta á bátum. Í húsinu verða einnig fyrsta flokks búningsklefar með sturtuaðstöðu og þurrkherbergi fyrir blautbúninga. Á efri hæð er gert ráð fyrir félagsaðstöðu, þaðan sem verður hægt að ganga út á útsýnissvalir sem tengjast með stigum til tveggja átta.

UMMÆLI