Nýtt app án færslugjalda fyrir bílastæði á Akureyri

Nýtt app án færslugjalda fyrir bílastæði á Akureyri

Fyrirtækið Verna býður nú bílstjórum á Akureyri að nota nýtt smáforrit (app) til að greiða fyrir gjaldskyld bílastæði í miðbænum. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Fyrir eru í notkun smáforritin EasyPark og Parka sem ökumenn ættu að kannast við en bæði innheimta þau annaðhvort fast mánaðargjald eða færslugjald í hvert sinn sem bílnum er lagt.

Allar nánari Upplýsingar um gjaldskyld stæði, gjaldsvæði og þau smáforrit sem í boði eru er að finna á heimasíðu bifreiðastæðasjóðs Akureyrarbæjar.

UMMÆLI

Sambíó