Færeyjar 2024

Nýtt bakarí opnar í Sunnuhlíð

Nýtt bakarí opnar í Sunnuhlíð

Þeir Andri Kristjánsson og Örvar Már Gunnarsson opna nýtt bakarí í Sunnuhlíð á Akureyri á næstu dögum. Báðir eru þeir vanir bakarar sem hafa komið víða við í bakaraiðninni bæði hérlendi og erlendis. Stefnan er sett á að Brauðgerðarhús Akureyrar opni í Sunnuhlíð í ágúst.

Örvar Már segir í spjalli við Kaffið að honum og Andra hafi alltaf langað til þess að opna hverfisbakarí. Eftir gott samtal við rekstraraðila Sunnuhíðar hafi hugmyndin kviknað og hjólin farið að snúast.

Hann segir að á staðnum verði lögð áhersla á súrdeig og gæði í bakstri með aldargömlum vinnubrögðum. Þá verði einnig boðið upp á öflugt vegan úrval. „Við munum einnig leggja áherslu á að nýta hráefni úr héraði og góða samvinnu við aðra framleiðendur,“ segir Örvar.

Hann segist hafa fundið fyrir miklum áhuga bæjarbúa á nýja bakaríinu og að fólk sé greinilega spennt og forvitið fyrir opnuninni.

„Brauðgerðarhús Akureyrar er splúnkunýtt bakarí með metnaðarfullar áherslur sem verður spennandi viðbót í Sunnuhlíð. Bakararnir hafa unnið hörðum höndum við undirbúning síðustu mánuði og áætla að opna núna í ágúst,“ segir í tilkynningu frá Sunnuhlíð.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó