Prenthaus

Nýtt héraðsmet í bólusetningum

Nýtt héraðsmet í bólusetningum

1140 manns voru bólusettir á slökkvistöðinni á Akureyri í dag. Það er mesti fjöldi sem hefur verið bólusettur á einum degi á Norðurlandi.

„Takk Lögreglan, takk Súlur og takk HSN fyrir daginn. Stóðum okkur vel! Við viljum einnig þakka öllu fólkinu sem þáði boðið og mætti á svæðið. Þið stóðuð ykkur frábærlega,“ segir í tilkynningu frá Slökkviliði Akureyrar.

Metið var síðast slegið á þriðjudaginn þegar rúmlega 1000 einstaklingar voru bólusettir. Bólusetningin í dag var fyrir þá sem eru fæddir í árgöngum 1961 og fyrr sem höfðu ekki fengið bólusetningu áður.

UMMÆLI

Sambíó