Færeyjar 2024

Nýtt hús fyrir líknar- og lífslokameðferð á Akureyri

Nýtt hús fyrir líknar- og lífslokameðferð á Akureyri

Minningar- og styrktarsjóður Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hefur keypt hús á Akureyri sem ætlað er fólki sem óskar eftir að fá líknarþjónustu utan sjúkrahúss. Húsið er staðsett við Götu sólarinnar við Kjarnaskóg. Fjármögnun þess var gerð möguleg vegna rausnarlegra gjafa, frá annars vegar Laufeyju Pálmadóttur og hins vegar Jónasi Jónassyni, en bæði ánöfnuðu þau sjóðnum hluta eigna sinna eftir sinn dag. Blessuð sé minning þeirra.

Tilgangur með húsinu er að veita fólki með langt gengna sjúkdóma sérhæfða fagþjónustu utan sjúkrahúss, á vegum Heimahlynningar SAk. Góð aðstaða er jafnt innan sem utan dyra fyrir fjölskyldu þess veika til að dvelja hjá honum. Um er að ræða viðbót við þá líknarþjónustu sem Heimahlynning hefur nú veitt í tæpa þrjá áratugi í heimahúsum á Akureyri og nágrenni.

Sjúkrahúsið á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) munu í sameiningu sjá um rekstur hússins. Nú er einmitt hafið samvinnuverkefni HSN og SAk um eflingu líknarþjónustu á hinu umfangsmikla upptökusvæði SAk, undir heitinu „Samþætting líknar- og lífslokameðferðar: Norðlenska líkanið“ sem verður formgert nú á haustdögum. Með húsinu við Götu sólarinnar er verið að styrkja það verkefni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó