Nýtt íþróttahús vígt á Akureyri í dag

Ingibjörg Ólöf Isaksen, Silja Dögg Baldursdóttir og Ellert Örn Erlingsson íþróttafulltrúi Akureyrarbæjar.

Íþróttahús Naustaskóla var vígt og formlega tekið í notkun í dag. Nemendur Naustaskóla hafa haft aðgang að húsinu frá því haustið 2016. Í dag var íþróttahúsið opnað að fullu fyrir almenna notkun íþróttafélaga bæjarins.

Það var í ársbyrjun 2006 að undirbúningur hófst fyrir byggingu Naustaskóla og var fyrsti áfangi hans tekinn í notkun fyrir átta árum.

Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður frístundaráðs, flutti stutt ávarp við vígsluna þar sem hún meðal annars þakkaði öllum sem að verkinu komu og sagði að því búnu:

„Ég óska Akureyringum til hamingju með þetta glæsilega íþróttahús. […] Megi það verða til þess að efla íþróttaiðkun í bænum, stuðla að aukinni hreyfingu og bættri heilsu bæjarbúa, auka metnað unga fólksins og ef til vill færa okkur í fyllingu tímans fleira afreksfólk sem getur fetað í fótspor fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.“ Þar á hún að sjálfsögðu við Aron Einar Gunnarsson sem leiddi íslenska karlalandsliðið á HM.

Ingibjörg afhenti síðan Silju Dögg Baldursdóttur, formanni umhverfis- og mannvirkjaráðs, sérstakan vígsluskjöld til marks um að húsið hafi verið formlega tekið í notkun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó