Nýtt kaffihús opnað í Hofi

Nýtt kaffihús opnað í Hofi

Kaffihúsið Garún opnaði í Menningarhúsinu Hofi í gær, þriðjudaginn 5. apríl. Á kaffihúsinu er boðið upp á kökur, kaffi og smurbrauðstertur auk þess sem það verður hádegishlaðborð frá klukkan 11.30 til 14.

Garún mun einnig sjá um veitingar í tengslum við viðburði í Menningarhúsinu Hofi. Opið verður alla daga frá klukkan 10 til 18 og í kringum viðburði í húsinu.

Matreiðslumaðurinn Sölvi Antonsson, sem rekur Ghost Kitchen ehf, Ghost Mountain og Baccalár Bar, rekur kaffihúsið Garún.

UMMÆLI

Sambíó