Prenthaus

Nýtt nám við Háskólann á Akureyri

Nýtt nám við Háskólann á Akureyri

Undanfarna mánuði hefur sérskipaður vinnuhópur unnið að námsbrautarlýsingu nýrrar námsbrautar fagnáms til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða innan Heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri.

Um er að ræða viðbótarnám fyrir útskrifaða sjúkraliða á grunnstigi háskólanáms. Vinnuhópurinn er skipaður fulltrúum Heilbrigðisvísindasviðs; Arnrúnu Höllu Arnórsdóttur, aðjúnkts og formanns hópsins og Hafdísi Skúladóttur, lektors, auk fulltrúum sjúkraliðafélags Íslands; Söndru Bryndísardóttur Franks, formanni og Birnu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra. Þá sitja einnig í vinnuhópnum Inga Björg Ólafsdóttir, brautarstjóri hjúkrunargreina Verkmenntaskólans á Akureyri og Svava Kristín Þorkelsdóttir, mannauðsstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem fulltrúi atvinnulífsins.

Námsbrautin bíður uppá fagnám á háskólastigi til diplómaprófs fyrir útskrifaða og starfandi sjúkraliða. Fyrsta sérhæfing námsbrautarinnar sem hefur verið unnið að, er á kjörsviði öldrunar-og heimahjúkrunar. Námið hefst haustmisseri 2021. og munu 20 nemendur verða þá teknir inn í námið. Í framhaldinu er svo áætlað að bjóða uppá annað kjörsvið innan námsbrautarinnar, í samfélagsgeðhjúkrun, vonandi haustið 2022. (námslýsing þeirrar sérhæfingar og námskeiðslýsingar verða unnar vor 2021).

Efla sjálfstæði sjúkraliða

Um er að ræða 60ECTS eininga sveigjanlegt nám sem dreift er á tvö ár og er því gert ráð fyrir að samhliða náminu séu nemendur í sjúkraliðastöðum innan öldrunar-og heimahjúkrunar. Áherslan í náminu er á viðbótar klíníska færni, styrkingu fagmennsku auk aukinnar samskipta, fræðslu og stjórnunarhæfni. Meginmarkmið kjörsviðs öldrunar-og heimahjúkrunar er að byggja ofan á þekkingargrunn og færni sjúkraliða í uppfyllingu líkamlegra, andlegra og félagslegra þarfa aldraðra einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Þar að auki er áhersla á eflingu sjálfstæðis sjúkraliða við greiningar, mat, skipulag og eftirfylgni með meðferð og gæðum þjónustu fyrir aldraða. Tilgangurinn er að mennta sjúkraliða til fjölþættra starfa innan heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða s.s. á hjúkrunarheimilum og við heimahjúkrun og víkka starfsmöguleika þeirra innan sem utan heilbrigðiskerfisins.

Námsbrautin sem verður hýst innan Framhaldsnámsdeildar Heilbrigðisvísindasviðs var samþykkt á sviðsfundi heilbrigðisvísindasviðs 20.október og var þaðan vísað til gæðaráðs HA sem samþykkti hana einnig. Námið hefst því haustið 2021 og opnað verður fyrir umsóknir í lok febrúar.

Nánari upplýsingar um námið hér: https://www.unak.is/is/namid/namsframbod/grunnnam/sjukralidar-oldrunar-og-heimahjukrun

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó