Nýtt sjálfvirkt frjógreiningatæki sett upp á Akureyri

Nýtt sjálfvirkt frjógreiningatæki sett upp á Akureyri

Í lok júlí var nýtt sjálfvirkt frjógreiningatæki SwisensPoleno Mars sett upp á Akureyri. Niðurstöður mælinga frá tækinu verða notaðar við gerð frjókornaspár og verða jafnframt gerðar aðgengilegar á vefsíðu NÍ (www.ni.is) á næstu vikum.

„Fyrir flesta er sumarið gleðilegur tími en fyrir einstaklinga sem þjást af ofnæmi getur sumarið því miður verið erfiður og kvíðvænlegur tími. Samkvæmt World Allergy samtökunum hefur ofnæmi (eða ofnæmiskvef) nú áhrif á 10-30% fullorðinna um allan heim, og allt að 40% barna. Ofnæmisviðbrögð vegna frjókorna hafa aukist bæði í tíðni og alvarleika á mörgum stöðum um allan heim á síðustu áratugum. Á Íslandi eru 18,8% barna á aldrinum 10-11 árameð grasfrjókornaofnæmi og 3,6% með ofnæmi tengt trjám,“ segir í tilkynningu Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur séð um frjókornavöktun í meira en þrjá áratugi á tveimur  mælistöðvum (í Reykjavík og á Akureyri) sem tilheyra Evrópska frjókornagagnagrunninum EAN („European Aeroallergen Network“).

SwisensPoleno Mars er ný kynslóð sjálfvirkra frjókornamælinga í rauntíma. Sjálfvirk frjóvöktun mælir stöðugt staðbundinn styrk frjókorna allan sólarhringinn en kerfið byggir upplýsingaöflun á stafrænni hólógrafíu og gervigreind.

Nánar má lesa um fjógreiningatækið hér.

UMMÆLI

Sambíó