Nýtt vatnshreinsikerfi fyrir blóðskilun á SAk

Nýtt vatnshreinsikerfi fyrir blóðskilun á SAk

Í síðustu viku var tekið í notkun nýtt vatnshreinsikerfi fyrir blóðskilun á SAk. Um er að ræða byltingu í vatnshreinsimálum og er kerfið mun öruggara og hljóðlátara en fyrra kerfi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SAk.

Nýja vatnshreinsikerfið leysir af hólmi 4 minni vatnshreinsitæki sem voru fyrir eina vél hvert áður. Einnig er hægt að hafa eftirlit með ástandi og daglegum meðferðum frá höfuðstöðfum Fresenius Medical Care sem einfaldar allt eftirlit og tilfallandi viðgerðir.

„AquaBPlus kerfið er alger bylting fyrir okkur. Uppsetning hófst í byrjun síðustu viku og strax á fimmtudag gátum við byrjað að notað það. Áður var hávaðinn af hverju tæki 46db (A) í eins meters fjarlægð og það voru fjögur þannig tæki í gangi hverju sinni. Það má því með sanni segja að þetta sé bylting,“ segir Sólveig Tryggvadóttir, hjúkrunarfræðingur á blóðskilun SAk.

AquaBPlus vatnshreinsikerfið fyrir blóðskilun fyrir max 6 skilunarvélar er inni í sér herbergi. Kostnaður við nýja kerfið og uppsetningu þess er 18.500.000 kr. sem greiðist af LSH þar sem blóðskilun SAk er útstöð frá skilunardeild LSH.

Nánar má lesa um kerfið hér: https://fmcna.com/products/in-center-hemodialysis-equipment/aquabplus/

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó