Múlaberg

Oddur Bjarni tekur við Föstudagsþættinum af Villa

Oddur Bjarni tekur við Föstudagsþættinum af Villa

Leikarinn Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, sem verið hefur umsjónarmaður Föstudagsþáttarins á N4, hefur sagt skilið við stöðina vegna anna í leikhúsinu. Presturinn Oddur Bjarni Þorkelsson kemur í hans stað og boðar hann breytingar á þættinum. Þetta kemur fram á vef N4.

„Þetta er bara mjög spennandi. Ég er að fara að gera eitthvað sem ég hef aldrei gert áður. Ég hef oft komið í þennan þátt sem viðmælandi og ég fer augljóslega ekki í fötin hans Villa. Þátturinn mun taka einhverjum breytingum. Framvindan í þættinum verður önnur , það koma ný föst innslög og við breytum aðeins sett-öppinu,“ segir Oddur Bjarni Þorkelsson, sem er nýr umsjónarmaður Föstudagsþáttarins á N4.

Sjá einnig: Farðu úr bænum – Villi Vandræðaskáld

„Það er bara svo mikið framundan hjá mér í leikhúsinu þannig ég sá mér ekki annarra kosta völ. Við erum að klára að sýna Fullorðin í Hofi. Í beinu framhaldi af því erum við að fara að æfa Skuggasvein upp í Samkomuhúsi og svo er sýningin Fullorðin í leið í Þjóðleikhúsið í mars og apríl,“ segir Villi sem segist skilja sáttur við sjónvarpsstöðina.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó