NTC netdagar

Oddur framlengir hjá Balingen

Oddur framlengir hjá Balingen

Akureyringurinn Oddur Gretarsson skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við handboltaliðið Balingen-Weilstetten sem leikur í þýsku 2. deildinni. Samningurinn tekur gildi í vor þegar núverandi samningur Odds hjá félaginu rennur út.

Oddur hefur spilað með Balingen síðustu tvö ár. Liðið féll úr efstu deild vorið 2017 en er nú í efsta sæti 2. deildarinnar og á góðri leið með að tryggja aftur sæti sitt í deild þeirra bestu.

Oddur er lykilmaður í liðinu en hann er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar í vetur með 119 mörk. Oddur sem hóf ferilinn á Akureyri lék með Emsdetten áður en hann gekk til liðs við Balingen. Hann á að baki 18 landsleiki fyrir Ísland.

Sambíó

UMMÆLI