Oddur hetjan í Akureyrarslagnum

oddur-gretars

Oddur var með 100% skotnýtingu í Akureyrarslagnum

Það var Akureyrarslagur í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld þegar Oddur Gretarsson og félagar í Emsdetten heimsóttu Árna Þór Sigtryggsson, Sigtrygg Daða Rúnarsson og félaga í Aue.

Emsdetten hafði frumkvæðið stærstan hluta leiksins og leiddi með sex mörkum í leikhléi, 11-17.

Lokamínúturnar voru þó æsilegar því Aue tókst að komast ansi nálægt Emsdetten en Oddur var hetja gestanna þegar hann kom þeim í 28-30 á síðustu mínútu leiksins. Aue náðu inn síðasta markinu en lokatölur 29-30, Emsdetten í vil.

Oddur skoraði þrjú mörk í leiknum og nýtti öll sín skot. Sigtryggur Daði  skoraði eitt mark úr tveim skotum en Árni Þór komst ekki á markalistann en hann glímir við smávægileg meiðsli og gat því ekki beitt sér að fullu í kvöld.

Sambíó

UMMÆLI