Oddur í liði vikunnar í Þýskalandi

5438418_1_1118ems-oddur_2137Hornamaðurinn knái, Oddur Gretarsson, er í liði vikunnar hjá þýska handboltafréttavefnum Sports Impuls þrátt fyrir að lið hans, Emsdetten, hafi tapað leik helgarinnar.

Oddur var markahæsti maður vallarins þegar Emsdetten beið lægri hlut fyrir Friesenheim á laugardag en Oddur skoraði átta mörk úr ellefu skotum. Lokatölur urðu 26-29 fyrir Friesenheim.

Hinn 26 ára gamli Oddur hefur verið einn besti leikmaður Emsdetten í vetur en hann er markahæsti leikmaður liðsins með 49 mörk í fyrstu tíu leikjunum en Emsdetten er í 14.sæti deildarinnar eftir tíu umferðir.

Lið vikunnar í þýsku B-deildinni

Mark Ferjan
Oddur Gretarsson
Tim Wieling
Tim Stefan
Jan König
Tim Dahlhaus
Nils Torbrügge

Sjá einnig

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Sambíó

UMMÆLI