Prenthaus

Oddur skoraði tíu mörk í öruggum sigri

Oddur Gretarsson

Akureyringarnir í þýska handboltanum stóðu í ströngu um helgina og voru fyrirferðamiklir í markaskorun.

Oddur Gretarsson átti stórleik og var markahæsti leikmaður vallarins með tíu mörk úr tólf skotum þegar lið hans, Emsdetten, vann öruggan níu marka sigur á Empor Rostock í þýsku B-deildinni

Í sömu deild var Árni Þór Sigtryggsson markahæstur í liði Aue sem beið lægri hlut fyrir Ferndorf, 31-27. Árni Þór skoraði sjö mörk úr tíu skotum og Sigtryggur Daði Rúnarsson gerði sex mörk úr fjórtán skotum.

Bæði Aue og Emsdetten eru um miðja deild en Aue er í tíunda sæti með 26 stig og Emsdetten hefur einu stigi minna í tólfta sæti. Aue á ellefu leiki eftir af mótinu en Emsdetten tíu.

UMMÆLI

Sambíó