Múlaberg

Oddvitaumræður á Rúv í kvöld

Hof

mynd Kaffið.is/Jónatan

Oddvitaumræður á Akureyri verða á Rás 2 í kvöld kl. 18:00. Oddvitar þeirra sjö flokka sem bjóða fram á Akureyri munu ræða um sveitarstjórnarmál við Arnar Pál Hauksson og Sunnu Valgerðardóttur.

Gestir Arnars og Sunnu verða þau Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, Halla Björk Reynisdóttir, L-lista, Rósa Njálsdóttir, sem skipar annað sæti Miðflokksins, Halldór Arason, Pírötum, Hilda Jana Gísladóttir, Samfylkingu, Gunnar Gíslason, Sjálfstæðisflokki, og Sóley Björk Stefánsdóttir, Vinstri grænum.

Þættinum verður útvarpað í beinni útsendingu frá bæjarstjórnarsal Akureyrar og hefst sem fyrr segir kl. 18:00.

Sambíó

UMMÆLI