Óðinn og Rut best hjá KA og KA/Þór

Óðinn og Rut best hjá KA og KA/Þór

Rut Arnfjörð Jónsdóttir og Óðinn Þór Ríkharðsson voru valin bestu leikmenn liða sinna á lokahófi handknattleiksdeildar KA sem fór fram á Vitanum í gærkvöldi.

Rut var valin best hjá kvennaliði KA/Þórs. Rut var frábær í liði KA/Þór í vetur, hún var einnig valin handknattleikskona ársins 2021 á lokahófi HSÍ.

Óðinn Þór var valinn besti leikmaður karlaliðs KA en hann átti frábæra innkomu inn í liðið og varð markakóngur Olísdeildarinnar með 149 mörk eða 7,1 mark að meðaltali í leik auk þess að vera valinn besti hægri hornamaður deildarinnar.

Bruno Bernat var valinn efnilegasti leikmaður KA en Bruno er 20 ára gamall markvörður. Rakel Sara Elvarsdóttir var valin efnilegasti leikmaður KA/Þórs en hún hlaut þann sama heiður í fyrra einnig. Rakel Sara sem er 19 ára gömul var markahæsti leikmaður KA/Þórs í vetur með 169 mörk.

Nánar má lesa um lokahófið á vef KA.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó