Óðinn Svan í ný verkefni innan RÚV: „Mjög spennandi og skemmtilegt“

Óðinn Svan í ný verkefni innan RÚV: „Mjög spennandi og skemmtilegt“

Fjölmiðlamaðurinn Óðinn Svan Óðinsson hefur látið af störfum sem fréttamaður RÚV á Norðurlandi eftir þrjú og hálft ár í starfi. Óðinn hefur fært sig yfir á íþróttadeild RÚV og mun í mars næstkomandi einnig starfa sem einn umsjónarmaður Kastljóssins á RÚV.

Óðinn, sem lét formlega af störfum sem fréttamaður RÚV á Norðurlandi um áramótin, var lánaður yfir á íþróttadeild RÚV í nóvember og desember 2022 þegar HM í knattspyrnu fór fram.

„Það er mjög spennandi og skemmtilegt að fá að takast á við ný verkefni hjá RÚV. Ég fæ líka að vinna hluta af minni vinnu hérna fyrir norðan svo við fjölskyldan getum áfram búið á Akureyri þó ég skipti um vinnu,“ segir Óðinn Svan í samtali við Kaffið.is

Óðinn Svan er með fjölmiðlafræðigráðu frá Háskólanum á Akureyri. Hann er einn af stofnendum Kaffið.is og þá starfaði hann einnig á DV og Nútíminn.is áður en hann færði sig yfir á RÚV.

UMMÆLI